Best News Network

Alvotech og Fuji Pharma bæta fyrirhugaðri líftæknilyfjahliðstæðu við samstarf sitt á Japansmarkaði

Alvotech (NASDAQ: ALVO) og Fuji Pharma Co. Ltd. (Fuji) hafa gert samkomulag um að bæta  ótilgreindri fyrirhugaðri líftæknilyfjahliðstæðu sem Alvotech er með í þróun við samstarf fyrirtækjanna um markaðssetningu og sölu í Japan.

„Samstarf okkar við Fuji hefur verið mjög árangursríkt. Það er því okkur mikil ánægja að auka samstarfið enn frekar.  Nýverið tilkynntum við að sótt hefði verið um markaðsleyfi í Japan fyrir fyrstu fyrirhuguðu líftæknilyfjahliðstæðuna sem þróuð er í samstarfi fyrirtækjanna,“ sagði Róbert Wessman, stofnandi, stjórnarformaður og forstjóri Alvotech.

„Aukið samstarf er í góðu samræmi við sameiginlegt markmið fyrirtækjanna, sem er að auka aðgengi að nauðsynlegum líftæknilyfjum í Japan, þar sem eftirspurn sjúklinga fer nú ört vaxandi,“ sagði Takayuki Iwai, forstjóri Fuji.

Samstarf Alvotech og Fuji var upprunalega kynnt í nóvember 2018 og samkomulag um að auka við samstarfið kynnt í desember 2020 og febrúar 2022. Nær það nú til sjö fyrirhugaðra líftæknilyfjahliðstæða sem verða þróaðar og framleiddar af Alvotech en markaðssettar af Fuji fyrir Japansmarkað. Í október 2022 tilkynntu fyrirtækin að lögð hefði verið inn umsókn um markaðsleyfi fyrir fyrstu fyrirhuguðu líftæknilyfjahliðstæðuna hjá japanska heilbrigðis-, atvinnu- og velferðarráðuneytinu.  

Um Alvotech
Alvotech, stofnað af Róberti Wessman, er líftæknifyrirtæki sem einbeitir sér að þróun og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja fyrir sjúklinga um allan heim. Alvotech stefnir að því að verða leiðandi fyrirtæki á sviði líftæknihliðstæðulyfja. Til að tryggja hámarksgæði eru allir þættir í þróun og framleiðslu í höndum fyrirtækisins. Alvotech vinnur að þróun átta líftæknilyfjahliðstæða sem nýst geta sjúklingum með sjálfsofnæmis-, augn- og öndunarfærasjúkdóma, beinþynningu eða krabbamein. Alvotech hefur gert samninga um sölu, markaðssetningu og dreifingu við samstarfsaðila á öllum helstu mörkuðum, í Bandaríkjunum, Evrópu, Japan, Kína, öðrum hlutum Asíu,  Rómönsku-Ameríku, Afríku og Mið-Austurlöndum.  Meðal samstarfsaðila Alvotech eru Teva Pharmaceuticals, dótturfélag Teva Pharmaceutical Industries Ltd. (markaðsaðili í Bandaríkjunum), STADA Arzneimittel AG (Evrópa), Fuji Pharma Co., Ltd (Japan), Cipla/Cipla Gulf/Cipla Med Pro (Ástralía, Nýja Sjáland, Afríka), JAMP Pharma Corporation (Kanada), Yangtze River Pharmaceutical (Group) Co., Ltd. (Kína), DKSH (Taívan, Hong Kong, Kambódía, Malasía, Singapore, Indonesía, Indland, Bangladess og Pakistan), YAS Holding LLC (Miðausturlönd og Norður Afríka), Abdi Ibrahim (Tyrkland), Kamada Ltd. (KMDA; Ísrael), Mega Labs, Stein, Libbs, Tuteur and Saval (Rómanska-Ameríka) og Lotus Pharmaceuticals Co., Ltd. (Taíland, Víetnam, Filippseyjar og Suður-Kórea).

Alvotech, fjárfestatengsl og samskiptasvið
Benedikt Stefánsson
alvotech.ir[at]alvotech.com

Stay connected with us on social media platform for instant update click here to join our  Twitter, & Facebook

We are now on Telegram. Click here to join our channel (@TechiUpdate) and stay updated with the latest Technology headlines.

For all the latest Business News Click Here 

 For the latest news and updates, follow us on Google News

Read original article here

Denial of responsibility! NewsAzi is an automatic aggregator around the global media. All the content are available free on Internet. We have just arranged it in one platform for educational purpose only. In each content, the hyperlink to the primary source is specified. All trademarks belong to their rightful owners, all materials to their authors. If you are the owner of the content and do not want us to publish your materials on our website, please contact us by email – [email protected]. The content will be deleted within 24 hours.